Franski fjarskiptamógúllinn og milljarðamæringurinn Xavier Niel hefur fest kaup á 2,5% hlut í fjarskiptarisanum Vodafone.

Niel, sem stofnaði fjarskiptafélagsins Iliad, kveðst sjá tækifæri til að „straumlínulaga“ rekstur Vodafone, að því er kemur fram í grein Guardian.

Fyrr á þessu ári gerði Iliad 11,25 milljarða evru yfirtökutilboð í Ítalska arm Vodafone, en því tilboði var hafnað. Niel keypti 2,5% hlutinn í gegnum fjárfestingafélag sitt Atlas Investissement, en hluturinn er 750 milljón punda virði miðað við núverandi gengi.