Engum frá Ísrael tekist þetta áður

Lotan hefur leikið með Vitality síðan í ágúst 2022.
Lotan hefur leikið með Vitality síðan í ágúst 2022. Skjáskot/Liquipedia

Fyrsti ísraelski rafíþróttamaðurinn til þess að vinna stórmót í Counter-Strike er Lotan „Spinx“ Giladi. Hann leikur með franska liðinu Vitality og var lykillinn að velgengni þeirra á mótinu.

Spinx hefur fengið sinn skerf í gagnrýni undanfarna mánuði eftir umdeildar ákvarðanir á vellinum sem hafa stundum komið Vitality í óþarflega erfiðar aðstæður í leikjum.

Erfiðir mánuðir

Spinx sýndi gæði sín á mótinu og endaði í þriðja sæti allra spilara á mótinu með góða einkunn. Aðdáendur liðsins fagna þessari útgáfu leikmannsins og margir binda vonir sínar við að hann haldi áfram að spila svona vel og muni skila Vitality fleiri titlum á komandi tímum.

Spinx var kynntur til leiks sem leikmaður Vitality í ágúst árið 2022 en eftir fyrstu tvö mótin með liðinu fór að halla verulega á frammistöðu hans og og var þátttaka hans talin ein af ástæðum þess að liðið náði ekki meiri árangri síðla árs 2022.

Spinx skaust á stjörnuhimininn árið 2021 þegar hann gekk til liðs við liðið ENCE og stóð sig með prýði, sérstaklega á stórmótinu í Belgíu en þar datt ENCE út í undanúrslitum, sem skilaði honum draumaskiptum yfir til Vitality. 

Það verður gaman að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni á næstu mánuðum og fylgjast með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert