Kröfðust adrenalínpenna fyrir mistök

Smábátasjómenn munu ekki þurfa að vera með adrenalínpenna um borð. …
Smábátasjómenn munu ekki þurfa að vera með adrenalínpenna um borð. Krafa þess efnis rataði í reglugerð fyrir mistök. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Mistök réðu því að nýleg reglugerð um heilbrigðisþjónustu, lyf og lækningatæki um borð í íslenskum skipum krafðist að adrenalínpennar – sem undanfarið hafa verið ófáanlegir á Íslandi – væru um borð í öllum sjóförum.

Þetta kemur fram í svari Innviðaráðuneytisins við fyrirspurn blaðamanns um reglugerðina sem samþykkt var í nóvemberlok og nær til 2.240 sjófara.

Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins 19. janúar síðastliðinn að hugsanlega væri óþarfi fyrir 85% sjófaranna sem eru af smærri gerð og kröfurnar ná til að hafa lyfið um borð, að mati lyfjafræðinga. Samkvæmt reglugerðinni áttu sjóför fram að næstu árlegu skoðun skips eða báts að tryggja að lyfjakista um borð uppfylli skilyrði stjórnvalda.

„Í fyrstu útgáfu reglugerðarinnar voru þeir [adrenalínpennar], fyrir mistök, taldir með lyfjum sem skylt væri að hafa. Þetta hefur verið leiðrétt og uppfærður viðauki með reglugerðinni birtist innan skamms,“ útskýrir innviðaráðuneytið í svari sínu.

Erfitt að meta kostnað

Við spurningu um hvort ráðuneytið hafi áætlað kostnað sem fylgir því að kaupa þau lyf og þann búnað sem ætlast er til að öll skip hafi um borð, svarar ráðuneytið: „Kostnaður ræðst einkum af verði lyfja og lækningatækja en mikill munur getur verið á verði eftir söluaðilum (lyfsölum). Í reglugerðinni er nú skýrt tekin fram heimild til notkunar á samheitalyfjum sem dregur úr kostnaði.“

„Verðmunur á öðrum vörum, t.d. einnota hönskum (fjórfaldur) eða samspelkum (allt að þrefaldur) getur oft einnig verið verulegur. Þá eru í reglugerðinni heimildir til þess að nýta rafrænar lausnir sem einnig geta dregið úr kostnaði, m.a. til að draga úr sóun á lyfjum. Af þessu leiðir að erfitt er að leggja mat á heildarkostnað í einstökum flokkum en í reglugerðinni eru fremur lögð áhersla á sveigjanleika og tækifærum til að draga úr kostnaði.“

Með nýjum flokki í reglugerðinni fyrir ferðaþjónustuskip sem eru innan …
Með nýjum flokki í reglugerðinni fyrir ferðaþjónustuskip sem eru innan við 5 tíma höfn í höfn eru gerðar minni kröfur en áður um innihald lyfjakistna. mbl.is/Árni Sæberg

Jafnframt er vakin athygli á að lyfakistur skipa og kröfur um innihald þeirra geta verið mjög ólíkar eftir stærð skips og eðli þeirrar starfsemi sem er um borð. „Á þeim grunni eru skilgreindir fjórir flokkar skipa. Þar af er einn nýr flokkur (flokkur C) en í honum eru skip í ferðaþjónustu sem bjóða upp á ferðir undir 5 klst., t.d. hvalaskoðun eða sambærilegt. Varðandi einstaka skipaflokka eru gerðar mestar kröfur til skipa með langan útitíma og þær byggja á nýrri Evróputilskipun sem er innleidd með reglugerðinni.“

Hjá skipum sem eru í flokki C ¬– oftast ferðaþjónustubátar sem eru innan við 5 klukkustundir höfn í höfn – fækkar lyfjum og lækningatækjum sem krafist er að séu um borð í nýju reglugerðinni og þannig kostnaður. Þá hafa verið gerðar litlar breytingar í flokki smábáta og kostnaður talinn svipaður og áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.5.24 270,23 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 188,40 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,31 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,57 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.5.24 Haukafell SF 111 Handfæri
Þorskur 521 kg
Ufsi 260 kg
Samtals 781 kg
2.5.24 Sæunn SF 155 Handfæri
Þorskur 892 kg
Ufsi 48 kg
Samtals 940 kg
2.5.24 Snari BA 144 Handfæri
Þorskur 904 kg
Samtals 904 kg
2.5.24 Öðlingur SF 165 Handfæri
Þorskur 803 kg
Ufsi 156 kg
Samtals 959 kg
2.5.24 Benni SF 66 Handfæri
Þorskur 787 kg
Ufsi 102 kg
Karfi 3 kg
Samtals 892 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.5.24 270,23 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 188,40 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,31 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,57 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.5.24 Haukafell SF 111 Handfæri
Þorskur 521 kg
Ufsi 260 kg
Samtals 781 kg
2.5.24 Sæunn SF 155 Handfæri
Þorskur 892 kg
Ufsi 48 kg
Samtals 940 kg
2.5.24 Snari BA 144 Handfæri
Þorskur 904 kg
Samtals 904 kg
2.5.24 Öðlingur SF 165 Handfæri
Þorskur 803 kg
Ufsi 156 kg
Samtals 959 kg
2.5.24 Benni SF 66 Handfæri
Þorskur 787 kg
Ufsi 102 kg
Karfi 3 kg
Samtals 892 kg

Skoða allar landanir »