Skagamaðurinn kominn í Garðabæinn

Árni Snær Ólafsson er orðinn leikmaður Stjörnunnar.
Árni Snær Ólafsson er orðinn leikmaður Stjörnunnar. Ljósmynd/Stjarnan

Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Stjörnunnar. Hann kemur til félagsins frá uppeldisfélaginu ÍA.

Árni hefur leikið með ÍA allan ferilinn, 126 leiki í efstu deild og 53 í 1. deildinni. Hann gat ekki komið í veg fyrir fall liðsins úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð.

Hjá Stjörnunni mun Árni berjast um markvarðarstöðuna við Harald Björnsson, sem hefur verið aðalmarkvörður Stjörnunnar undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert