Arnar um bræðramarkið: „Rómantík í þessu“

Þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Sveins Arons og Andra Lucasar, …
Þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Sveins Arons og Andra Lucasar, og Arnar Þór Viðarsson ræða saman fyrir leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagðist vitanlega hafa hrifist með þegar Sveinn Aron Guðjohnsen lagði upp mark fyrir yngri bróður sinn í 4:0 sigri gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu karla í kvöld.

„Þetta var náttúrlega bara frábært og það er smá rómantík í þessu. Ég var líka ánægður með hvernig Sveinn Aron kom inn á. Það er brotið á honum í vítinu fyrir þriðja markið og svo eru það þeir bræður í fjórða markinu; annar leggur upp fyrir hinn og hinn skorar.

Það gerðist kannski síðast hjá Jóa Kalla, Bjarna eða Dodda eða eitthvað svoleiðis. Þetta er bara rómantík, ekki bara á Íslandi heldur líka í Evrópu,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi eftir leik.

Bræðurnir þrír sem hann vísar til eru Guðjónssynir; þeir Jóhannes Karl, Bjarni og Þórður sem léku allir fjölda landsleikja á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert