Bandaríkin tortryggja niðurstöðuna

Paul Rusesabagina var í dag dæmdur í 25 ára fangelsi, …
Paul Rusesabagina var í dag dæmdur í 25 ára fangelsi, en hann er 67 ára gamall. AFP

Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa lýst áhyggjum sínum af því að Paul Rusesabagina hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð. Hann var í dag sakfelldur og dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að standa að baki hryðjuverkum á árunum 2018 og 2019 í Rúanda.

Rusesabagina er þó betur þekktur fyrir að fela hundrað tútsa á hóteli sínu þegar þjóðarmorðin í Rúanda áttu sér stað, 1994. Varð hann með því inn­blást­ur ósk­ar­sverðlauna­mynd­ar­inn­ar Hót­el Rú­anda.  

Tortryggni í garð niðurstöðunnar og sanngirni hennar

Rusesabagina er með landvistarleyfi í Bandaríkjunum og dóttir hans hefur biðlað til yfirvalda þar í landi að beita sér í málinu.

Fjölskyldan heldur því fram að Rusesabagina hafi verið fluttur með valdi til Rúanda en undanfarin ár hefur hann verið í útlegð þaðan. 

Ned Price, talsmaður banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, segir í yfirlýsingu að það skorti staðfestingu á því að mál Rusesabagini hafi hlotið réttláta málsmeðferð. Það kalli óhjákvæmilega fram tortryggni í garð niðurstöðunnar og sanngirni hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert