Geta nú barist um krydd með félaga

Dune: Spice Wars.
Dune: Spice Wars. Grafík/Shiro Games

Stundum er betra að vera með liðsfélaga og í tölvuleiknum Dune: Spice Wars geta leikmenn nú barist um krydd með liðsfélaga.

Tölvuleikurinn Dune: Spice Wars hefur nú verið uppfærður og býður upp á fjölspilun fyrir fjóra leikmenn í einu. Þá er barist um krydd í Arrakis með tveir á móti tveimur-fyrirkomulagi eða einn á móti þremur.

Gervigreind fyllir í skarðið

Ef að leikmaður finnur ekki þrjá aðra leikmenn til þess að spila með sér getur Dune fyllt upp í skarðið með leikmönnum sem búa að gervigreind, sem eru í raun stafrænir leikmenn. 

Hægt er að stilla erfiðleikastig hvers stafræns leikmanns ásamt stærð kortsins, hættustigi sandorma og fleira.

Með uppfærslunni fengu þróunartré annan passa þar sem samvirkni á milli fylkja eru höfð að leiðarljósi. Þar að auki var bætt við pólitískum ályktunum, nýjum viðburðum og svæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert