Talsverður eldur í bifreið á Húsavík

Eldur kviknaði í bíl á bílaplani við Garðarbraut á Húsavík …
Eldur kviknaði í bíl á bílaplani við Garðarbraut á Húsavík um klukkan 10 í morgun. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Eldur kviknaði í bifreið á bílaplani við Garðarsbraut á Húsavík um klukkan 10 í morgun. Að sögn Gríms Kárasonar slökkviliðsstjóra þá var eldurinn töluverður en slökkvistarf gekk vel. 

Hann segir í samtali við mbl.is að eigandi bílsins hafi verið nýbúinn að leggja bílnum og mættur til vinnu er eldur kviknaði undan húddi bílsins. 

Snjómoksturstæki voru að störfum á svæðinu og mokuðu snjóskafli á húddið á bílnum.

„Það gekk vel að slökkva þetta,“ segir Grímur og bætir við að engan hafi sakað og þá hafi eldurinn ekki borist í aðra bíla.  

Ekki er vitað um tildrög eldsins en um tiltölulega nýjan bíl var að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert