fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Saklaus af kynferðisbroti gegn barni – Sannaði að hann vissi ekki hve gömul hún var

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 10:45

mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á föstudaginn sýknudóm yfir karlmanni sem gefið var að sök að hafa látið stúlku undir lögaldri hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Maðurinn sagði fyrir dómi ekki hafa vitað að stúlkan hefði verið undir 15 ára aldri og bar því við að hún hefði sjálf sagt sig 17 ára gamla.

Í ágúst 2016 óskaði barnavernd eftir aðkomu lögreglu að meintu kynferðisbroti gegn ungri stúlku. Þar sagði að móðir stúlkunnar hefði tjáð barnaverndaryfirvöldum að hana grunaði mann um að hafa brotið kynferðislega gegn dóttur sinni. Var maðurinn nafngreindur í bréfi barnaverndar.

Stelpan og maðurinn höfðu hist í Reykjavík og verið í sambandi á samfélagsmiðlum í kjölfar þess. Hann hafi sagst vera ári eldri en stúlkan og þau farið að kyssast. Þau samskipti leiddu loks til samræðis. Að sögn stelpunnar kynntust þau í gegnum gamla vinkonu sína, og segist hún hafa vitað um réttan aldur hans, og að hún hafi sagt til um sinn rétta aldur í þeirra samskiptum.

Maðurinn, á annað borð, segir stelpuna hafa alltaf sagt og látið sig síðar halda að stúlkan væri 17 ára gömul.

Stúlkan lýsti því í skýrslu sinni að hún og vinkona sín hefðu tekið stræti inn í Mjódd til þess að hitta manninn og vin hans. Síðar tóku þau öll strætó heim til ákærða í málinu þar sem ákærði og brotaþoli hefðu síðar farið saman inn í herbergi. Stúlkan lýsti því að þau hefðu fyrst kúrt, en síðar hefði strákurinn sagt „komdu að ríða“ við sig og farið með hendur undir föt hennar og snert. Hún kvaðst hafa orðið stressuð og ekki getað sagt nei.  Fólkið hafði síðar samræði og fóru þá stelpurnar af heimili mannsins og heim til sín með strætó.

Framburður vitna í málinu stangaðist á í talsverðum mæli við framburð stúlkunnar. Þannig sagði til dæmis eitt vitnið að stelpan hefði fyrst virst ánægð með stöðu mála, en eftir að umræddur maður hætti með henni hafi hún farið að tala um misnotkun.

Ákærði játaði því að hafa haft við stelpuna kynmök, en neitaði því staðfastlega að hafa vitað hve gömul hún raunverulega væri. Þá sagði hann að frumkvæðið að því að þau hittust og stunduðu kynmök hefði komið frá henni.

Við rannsókn lögreglu skoðaði lögreglan meðal annars Facebook síðu stúlkunnar, en sagðist ekki geta sagt til um það hvort upplýsingar þar hefðu gefið stráknum tilefni til þess að grennslast betur fyrir um aldur stelpunnar.

Niðurstaða dómsins valt því á því hvort ákærði í málinu, maðurinn, hafi átt að vita hve gömlu stúlkan raunverulega var og þar sem ekki væri hægt að sanna af gögnum málsins að hann hafi haft nokkrar upplýsingar um að hún væri yngri en 15, verði að leyfa ákærða í málinu að njóta vafans. Var maðurinn því sýknaður af ákærunni.

Við áfrýjum staðfesti, sem fyrr sagði, Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms í málinu.

Dóm Landsréttar má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“