Real Madrid örugglega í 8-liða úrslit

Benzema fagnar marki sínu í kvöld.
Benzema fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Real Madrid er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur gegn Liverpool á Santiago Bernabéu í kvöld, 1:0.

Fyrri leikur liðanna fór 5:2 fyrir Real Madrid í frábærum endurkomusigri Madrídinga. Fyrir leik var því krefjandi verkefni fram undan fyrir Liverpool. 

Fyrri hálfleikurinn var afar fjörugur og bæði lið fengu sín skotfæri, nánast í hverri sókn. Sem dæmi má nefna skot Vinicius Júnior sem Alisson varði meistaralega, sem og skot Darwin Núnez sem Courtois varði, einnig með glæsibrag. 

Þrátt fyrir færin var ekkert mark skorað í fyrri hálfleik og því var markalaust. 

Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegri en sá fyrri en Madrídarliðið fékk mun betri færi. Karim Benzema óð í færum en inn vildi boltinn ekki. 

Það breyttist þó á 78. mínútu en þá kom Benzema Madrídingum yfir. Þá slapp Vinicius einn í gegn, reyndi skot en rann. Hann kom þó boltanum síðan á Benzema sem var með opið mark fyrir framan sig og potaði boltanum inn, 1:0, og úrslitin voru þar með ráðin. 

Fleiri urðu mörkin sem sagt ekki og það er því Real Madrid sem vinnur samanlagt 6:2 og fer afar þægilega í 8-liða úrslitin. 

Real Madrid 1:0 Liverpool opna loka
90. mín. Það eru tveimur mínútum bætt við síðari hálfleikinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert