Keflvíkingurinn söðlar um í Danmörku

Ísak Óli Ólafsson og Wahidullah Faghir hjá Danmörku í baráttunni …
Ísak Óli Ólafsson og Wahidullah Faghir hjá Danmörku í baráttunni á Evrópumóti U21-árs landsliða í mars. AFP

Knattspyrnumaðurinn Ísak Óli Ólafsson leikur ekki meira með uppeldisfélagi sínu Keflavík í sumar. Ísak Óli snýr nú aftur til Danmerkur, þar sem hann er að ganga til liðs við Esbjerg frá SønderjyskE þar í landi.

Ísak Óli gekk til liðs við Keflavík á láni frá SønderjyskE í mars og hefur spilað sex af sjö leikjum liðsins í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildinni, í sumar.

Esbjerg, sem leikur í dönsku B-deildinni, er hins vegar að kaupa miðvörðinn frá úrvalsdeildarfélaginu Sønderjyske.

Samkvæmt tilkynningu frá Keflavík er Ísak Óli á leiðinni til Danmerkur í dag og gengst undir læknisskoðun hjá Esbjerg á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert