Flóttamenn frjósa til dauða við mörk Evrópu

Michael er þriggja barna faðir frá Sri Lanka. Hann er …
Michael er þriggja barna faðir frá Sri Lanka. Hann er einn af þeim sem dvelur í skóginum. Skjáskot úr myndskeiði BBC

Skógurinn við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands er þéttur en þar dvelja flóttamenn víða að sem segja að þeim hafi verið vísað frá Póllandi ólöglega af pólskum landamæravörðum. Að minnsta kosti fjórir flóttamenn hafa frosið til dauða í skóginum að undanförnu. 

Nick Beake, fréttamaður BBC, fór á svæðið og ræddi við flóttafólkið. Vonleysið í hópnum er mikið og er fólkið strandaglópar í skóginum þar sem vegabréf þess og SIM-kort hafa verið tekin af því. Hitastigið í skóginum fer vel undir frostmark á næturna. 

Evrópusambandsríkin Pólland, Lettland og Litháen hafa öll lýst yfir neyðarástandi vegna flóttamannastraums frá Hvíta Rússlandi. Evrópusambandið hefur sakað Alexander Lúkasjenkó um að reyna að nota flóttafólk sem vopn en Pólland hefur bannað hjálparstarfsmönnum og blaðamönnum aðgang að svæðinu við landamærin. 

Í myndskeiðinu hér að neðan ræðir Beake við flóttamenn í skóginum sem upplifa augljóslega mikla vanlíðan vegna ástandsins. Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert