Í bann eftir ásakanir um kynþáttaníð

Mönnum var heitt í hamsi á meðan á leik stóð …
Mönnum var heitt í hamsi á meðan á leik stóð og einnig eftir leik. AFP

Ondrej Kudela, varnarmaður Slavia Prag frá Tékklandi, leikur ekki með liðinu gegn Arsenal á fimmtudaginn kemur í Evrópudeildinni eftir að Knattspyrnusamband Evrópu úrskurðaði hann í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega framkomu í garð andstæðings.

Odela var sakaður um að hafa viðhaft kynþátta­for­dóma í garð Glens Kam­ara, miðju­manns Ran­gers, meðan á leik liðanna stóð í Evr­ópu­deild­inni í síðasta mánuði. Málið er til rannsóknar hjá UEFA og gæti Odela fengið tíu leikja bann, verði hann fundinn sekur um kynþáttaníð. 

Málið er ekki aðeins til rannsóknar hjá UEFA, heldur einnig skosku lögreglunni. Er lögreglan bæði með hugsanlegt kynþáttaníð til rannsóknar, sem og líkamsárás sem Odela varð fyrir í göngunum eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert