Miklir gróðureldar á Sardiníu

Gróðureldarnir hafa eyðilagt um 20 þúsund hektara af landi.
Gróðureldarnir hafa eyðilagt um 20 þúsund hektara af landi. AFP

Miklir gróðureldar brenna nú á ítölsku eyjunni Sardiníu. Yfir 1.500 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að eldarnir hafa eyðilagt um 20 þúsund hektara af landi.

Gróðureldarnir hófust á laugardag í Oristano-héraði og hefur Evrópusambandið sent aðstoð slökkviliðsflugvéla til þess að berjast gegn eldunum úr lofti. Yfir sjö þúsund slökkviliðsmenn vinna nú að því að slökkva eldana en sterkir vindar hafa hins vegar gert starf þeirra erfitt. 

Evrópusambandið sendi aðstoð slökkviliðsflugvéla.
Evrópusambandið sendi aðstoð slökkviliðsflugvéla. AFP

Fjölmiðlar á eyjunni hafa líkt ástandinu við heimsendi en álíka miklir gróðureldar hafa ekki sést á Sardiníu í tugi ára. Í viðtali við dagblaðið La Nuova Sardegna sögðu Livio og Anna Sias: „Við vorum sjö í bílnum ... það voru eldtungur fyrir framan heimilið okkar sem voru hærri en trén.“

Frétt á vef The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert