Celtic endurheimti Skotlandsmeistaratitilinn

Celtic hrósaði sigri í skosku úrvalsdeildinni.
Celtic hrósaði sigri í skosku úrvalsdeildinni. AFP

Skoska knattspyrnuliðið Celtic varð í gærkvöldi Skotlandsmeistari eftir að hafa gert 1:1-jafntefli við Dundee United í næstsíðustu umferð úrvalsdeildarinnar þar í landi.

Celtic endurheimti þar með titilinn af nágrönnum sínum og erkifjendum í Glasgow, Rangers.

Rangers er nú fjórum stigum á eftir Celtic þegar aðeins ein umferð er eftir í deildinni og getur því ekki lengur freistað þess að verja titil sinn frá því á síðasta ári.

Titillinn sem Celtic tryggði sér í gærkvöldi var 52. Skotlandsmeistaratitill félagsins. Aðeins Rangers hefur unnið fleiri, 55.

Áður en Rangers vann titilinn á síðasta ári hafði Celtic unnið hann níu sinnum í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert