Þrjú ákærð í amfetamínmáli

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Tveir karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir framleiðslu á amfetamíni í sumarhúsi í Kjósarhreppi, en öll voru handtekin í janúar í fyrra. Voru mennirnir handteknir á Suðurlandsvegi, en við handtökuna köstuðu þeir fíkniefnum út úr bifreiðinni. Konan var hins vegar handtekin í sumarhúsinu.

Í ákæru málsins kemur fram að auk framleiðslunnar hafi á heimili annars mannsins fundist 5 lítrar af vökva sem innihélt amfetamínbasa sem hafði 47% styrkleika. Á heimili hins mannsins fundust um 255 grömm af amfetamíni og hjá konunni nokkrar kannabisplöntur.

Farið erf ram á upptöku á samtals 288 grömmum af amfetamíni, kannabisplöntunum og amfetamínbasanum, en auk þess er krafist upptöku á ýmsum öðrum búnaði sem talinn er tengjast framleiðslunni. Er þar meðal annars um að ræða öryggisgrímur, 8 glerfötur og glerskál, mæliglös, stórar sprautur, uppþvottabursti, IKEA-flöskum, rafmagnseldunarhellu, kælitösku, brúsa merktum Aceton, einnota hönskum, brúsa sem var merktur frostlegi mælikönnur, glerglas með sprautum, Nike bakpoki, rykgrímur, filterer o.fl. Þá er jafnframt farið fram á upptöku á Rolex armbandsúri.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert