Erlent

Leita manns sem skaut þrjú til bana

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. AP/Jim Vertuno

Lögregla í Texas leitar nú Stephen Nicholas Broderick, 41 árs gamals manns sem grunaður er um að hafa skotið þrjú til bana í borginni Austin í dag. Maðurinn, sem er fyrrverandi lögreglumaður, er talinn vopnaður og hættulegur.

Þegar lögregla kom á vettvang lágu tvær konur og einn maður látin fyrir utan fjölbýlishús í borginni en árásarmaðurinn hafði yfirgefið vettvang. Ekki er vitað hvort hann hafi farið fótgangandi eða á ökutæki en leit stendur nú yfir.

Málið er talið tengjast heimiliserjum en samkvæmt frétt ABC um málið var barn tengt málinu. Það er nú í umsjón yfirvalda en ekki er vitað hvaða tengsl barnið hefur við árásarmanninn eða fórnarlömbin. Alríkislögreglan aðstoðar við leit að manninum sem stendur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×