Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla

Vel gekk að slökkva eldinn en að sögn slökkviliðsstjóra verður …
Vel gekk að slökkva eldinn en að sögn slökkviliðsstjóra verður slökkviliðið að störfum fram eftir kvöldi. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi í kvöld og var allt tiltækt slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallað út. Vel gekk að slökkva eldinn en að sögn slökkviliðsstjóra verður slökkviliðið að störfum fram eftir kvöldi.

„Það gekk frekar vel og þetta var staðbundið við ákveðið rými í skólanum, bundið við eina stofu. Þannig að það er bara reykræsting og frágangur í gangi núna,“ segir Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri í samtali við mbl.is, en ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

„Þetta var minna en á horfðist en það er samt smá vinna hjá okkur fram eftir kvöldi í reykræstingu og svoleiðis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert