Stjörnulögmaðurinn Howard Weitzman látinn

Howard Weitzman er látinn.
Howard Weitzman er látinn. ERIC THAYER

Stjörnulögmaðurinn Howard Weitzman er látinn 81 árs að aldri. Weitzman var lögmaður fjölda stórra stjarna eins og O.J. Simpsons, Michaels Jacksons, Courtney Love, Marlons Brandos og Morgans Freemans. 

Fjölskylda hans greindi frá andlátinu en hann hafði glímt við veikindi í stuttan tíma. Weitzman lést á miðvikudag í Pacific Palisades í Kaliforníu í Bandaríkjunum. 

Weitzman var vel þekktur í Los Angeles og þekktur fyrir að koma stjörnunum úr klípu. 

Weitzman var lögmaður Jacksons þegar hann var sakaður um að hafa beitt 13 ára dreng kynferðisofbeldi á 10. áratugnum. Hann var einnig fyrsti lögmaður O.J. Simpsons í júní árið 1994 þegar Simpson var sakaður um morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni Nicole Brown Simpson og vini hennar Ron Goldman. Hann var þó aðeins lögmaður Simpsons í nokkra daga en Robert Shapiro tók við keflinu af honum.

Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. 

Variety

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson