Sigraði í ameríska Idol en syngur í dag á götum New York

Söngkonan Samantha Diaz sigraði átjándu þáttaröð American Idol.
Söngkonan Samantha Diaz sigraði átjándu þáttaröð American Idol. Samsett mynd

Samantha Diaz, betur þekkt undir sviðsnafninu „Just Sam“ öðlaðist frægð eftir að hafa unnið átjándu þáttaröð raunveruleikaþáttarins American Idol. Þrátt fyrir sigurinn hefur ferill Diaz aldrei náð sér á flug og nú þremur árum síðar hefur hún snúið sér aftur að því að syngja í neðanjarðarlestarstöðvum og á götum New York–borgar. 

Í síðasta mánuði byrjaði tónlistarkonan að deila myndböndum af sjálfri sér syngjandi í neðanjarðarlestarstöðvum á Instagram og ræddi einnig um líf sitt eftir keppnina og tók fram að henni þætti hálf vandræðalegt að vera byrjuð að syngja á ný fyrir smáaura. 

„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með sjálfa mig í kjölfar þáttanna. Ég vissi bara ekki neitt um Hollywood eða tónlistariðnaðinn. Ég kunni bara að syngja,“ sagði hún. „Síðan þá hef ég lært svo mikið og náð að deila því með öðrum listamönnum í þeirri von um að þeir upplifi ekki það sama og ég.“

Vissi ekki hvað hún átti að gera við vinninginn

Sigurvegari American Idol fær 35 milljónir íslenskra króna og upptökusamning við Hollywood Records. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við vinninginn, sérstaklega þar sem ég fékk enga hjálp,“ hélt Idol–sigurvegarinn áfram.

„Það eru keppendur sem hafa náð mun lengra en ég. Ég er ánægð fyrir þeirra hönd en ég er ekki þau. Allir vilja vita hvað gerðist og hvers vegna þetta eða hitt og ég mun svara öllum þessum spurningum við tækifæri. Mér líkar ekki við aðstæður mínar en þetta verður ekki svona að eilífu.“

Skuldar plötufyrirtækinu

Diaz, sem kom reglulega fram í neðanjarðarlestarstöðvum í borginni áður en hún fór í áheyrnarprufu fyrir þáttinn árið 2020, opnaði sig einnig á Instagram um peningaleysið eftir að hafa sagt skilið við Hollywood Records. 

„Það kostar mjög mikinn pening að búa til tónlist. Ég hef einfaldlega ekki efni á því að gefa út tónlist í dag. Ég fjárfesti í sjálfri mér og borgaði Hollywood Records himinháar upphæðir en endaði á að vera blönk. Það er sannleikurinn,“ sagði Diaz.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler