Ísland í fremstu röð á setningarhátíðinni

Íslenska sveitin gengur inn á Ólympíuleikvanginn. Snæfríður Sól Jórunnardóttir og …
Íslenska sveitin gengur inn á Ólympíuleikvanginn. Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee fremst í flokki með íslenska fánann. AFP

Íslenska sveitin gekk inn á Ólympíuleikvanginn í Tókýó rétt áðan, eða klukkan 11.40 að íslenskum tíma.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee - fánaberar Íslands …
Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee - fánaberar Íslands á setningarathöfn Ólympíuleikanna Ljósmynd/Simone Castrovillari


Sundfólkið Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee bar íslenska fánann í sameiningu en nú er í fyrsta skipti heimilað að fánaberar séu tveir, karl og kona, þar sem því verður við komið.

Aðeins fjórir Íslendingar keppa á leikunum að þessu sinni en auk sundfólksins eru það skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason. Með keppendunum gengu fulltrúar úr fylgdarliði þeirra inn á leikvanginn.

Grikkir gengu að vanda inn fyrstir þjóða, þá kom sveit flóttamanna og síðan var röðin komin að Íslandi. Ástæða þess er sú að í japanska stafrófinu er Ísland fyrst allra þjóða heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert