Fótbolti

Hvorki Anna Björk né Margrét í sigur­liði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anna Björk í leik með Inter.
Anna Björk í leik með Inter. Vísir/Getty

Tveir íslenskir varnarmenn komu við sögu í leikjum dagsins í Serie A kvenna, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn er Inter gerði jafntefli og Margrét Árnadóttir kom inn af bekknum þegar Parma tapaði.

Anna Björk var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Inter þegar Como kom í heimsókn. Það voru gestirnir sem komust óvænt yfir á 21. mínútu með marki Matilde Pavan en Elisa Polli svaraði um hæl fyrir Inter. Fleiri urðu mörkin ekki og þar við sat.

Inter er í 4. sæti með 26 stig, tveimur minna en Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur hennar í Fiorentina þegar öll lið deildarinnar hafa leikið 14 leiki.

Parma var þegar 3-2 undir gegn toppliði Roma þegar Margrét kom inn af bekknum. Henni tókst því miður ekki að breyta gangi leiksins.

Þá var Sara Björk Gunnarsdóttir ekki í leikmannahóp Juventus þegar liðið vann 2-1 sigur á Pomgliano í dag. Juventus er fimm stigum á eftir Rómverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×