Sjö umferðir á þrjátíu dögum

Valur og ÍA mæta í upphafsleik Íslandsmótsins.
Valur og ÍA mæta í upphafsleik Íslandsmótsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur tekur á móti ÍA í upphafsleik úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, í fyrsta leik Íslandsmótsins 30. apríl á Hlíðarenda.

Til stóð að leikurinn myndi fara fram 22. apríl en vegna æfinga- og keppnisbanns vegna fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins var Íslandsmótinu frestað um átta daga.

1. maí mætast svo HK og KA í Kórnum, Fylkir og FH í Árbænum og Stjarnan og Leiknir úr Reykjavík í Garðabænum.

2. maí taka svo Víkingar úr Reykjavík á móti Keflavík og Breiðablik fær KR í heimsókn á Kópavogsvöll.

Önnur umferð deildarinnar fer svo fram dagana 7. maí til 9. maí og þriðja umferðin dagana 12. maí til 13. maí.

Leiknar verða sjö umferðir á fyrsta mánuði mótsins, frá 30. apríl til 30. maí, en síðan tekur við tveggja vikna hlé vegna landsleikja.

Fyrsta umferð:

30.4. Valur - ÍA
1.5. HK - KA
1.5. Fylkir - FH
1.5. Stjarnan - Leiknir R.
2.5. Víkingur R. - Keflavík
2.5. Breiðablik - KR

Önnur umferð:

7.5. KR - KA
8.5. ÍA - Víkingur R.
8.5. HK - Fylkir
8.5. Leiknir R. - Breiðablik
9.5. FH - Valur
9.5. Keflavík - Stjarnan  

Þriðja umferð:

12.5 KA - Leiknir R.
12.5 Fylkir - KR
13.5. Breiðablik - Keflavík
13.5. Valur - HK
13.5. Stjarnan - Víkingur R.
13.5. FH - ÍA 

Leikjaniðurröðun fyrir Íslandsmótið má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert