Fjárfesting í rannsóknum er fjárfesting í framtíðinni

Ingileif Jónsdóttir, prófessor og frambjóðandi Vinstri grænna, skrifar um fjárfestingar í rannsóknum og mikilvægi þeirra fyrir nýsköpun og atvinnulíf.

Auglýsing

Vís­inda­rann­sóknir hafa það meg­in­mark­mið að afla nýrrar þekk­ingar og eru mik­il­væg und­ir­staða fram­þró­un­ar. Þær eru hluti af menntun vís­inda­manna, skapa ný verk­færi og aðferðir til þekk­ingaröfl­un­ar, hag­nýt­ingar og nýsköp­unar fyrir atvinnu­líf og getu sam­fé­lags­ins til að leysa marg­vís­legar áskor­anir og geta haft mikil jákvæð áhrif á efna­hag.

Fjár­mögnun rann­sókna á Íslandi

Rann­sóknir á Íslandi hafa verið van­fjár­magn­aðar í ára­tugi, og ekki nægur stuðn­ingur við reynslu­mikið vís­inda­fólks, ungt fólk í dokt­ors­námi og þau sem koma heim eftir nám og þjálfun erlendis og vilja taka þátt í efl­ingu vís­inda­starfs hér heima. 

Í nýlegri skýrslu Vís­inda­fé­lags Íslands, Reykja­vík­ur­Aka­dem­í­unnar og félags dokt­orsefna og nýrann­sak­enda við Háskóla Íslands um grunn­rann­sóknir á Íslandi segir „Síð­ast­liðið ár hafa vonir vaknað um að þetta gæti færst til betri veg­ar, til dæmis vegna auk­inna fram­laga til rann­sókna og þró­unar á grund­velli nýsköp­un­ar­stefnu stjórn­valda en þó vantar sterk­ari skuld­bind­ingu af hendi stjórn­valda svo grunn­rann­sóknir megi efl­ast. Mik­il­vægt er að þessu sé fylgt eftir á næstu árum þannig að grunn­rann­sóknir á Íslandi hljóti nauð­syn­legan stuðn­ing.“

Auglýsing
Markmið Vís­inda- og tækni­ráðs er að heild­ar­fjár­mögnun rann­sókna og þró­unar verði 3% af vergri lands­fram­leiðslu, eins aðild­ar­lönd Evr­ópu­sam­bands­ins stefna að. Sam­kvæmt fyrr­nefndri skýrslu var 2,1% af vergri lands­fram­leiðslu varið í rann­sóknir og þróun 2018, þar af 0,45% til grunn­rann­sókna.  Fjár­fest­ing í rann­sóknum og þróun var 2,35% af vergri lands­fram­leiðslu 2019 og hefur aldrei verið hærri.  Umsóknum í Rann­sókna­sjóð sem fengu styrki fækk­aði árlega frá 2015 til 2019 en fjölg­aði aftur veru­lega 2020 og 2021. Þrátt fyrir auknar fjár­veit­ingar til sjóðs­ins, m.a. með aðgerða­pakka rík­is­stjórn­ar­innar vegna heims­far­ald­urs COVID-19, var aðeins um helm­ingur þeirra umsókna í Rann­sókna­sjóð sem fengu hæstu ein­kunn sem hlaut styrki árið 2020. Þótt fjár­magn til Rann­sókna­sjóðs, Tækni­þró­un­ar­sjóðs og Inn­viða­sjóðs hafi auk­ist veru­lega á kjör­tíma­bil­inu, þarf meira til.

Sam­keppn­is­sjóðir reknir af sjálfs­eign­ar­stofn­unum gegna víða mik­il­vægu hlut­verki í  fjár­mögnun rann­sókna, s.s. Wal­len­berg stofn­unin í Sví­þjóð, Novo Nor­disk og Carls­berg-­sjóð­ur­inn í Dan­mörku og Wellcome Trust í Bret­landi. Slíkir rann­sókna­sjóðir eru fáir og smáir hér­lendis og þyrfti að liðka fyrir stofnun slíkra sjóða með skatta­af­slætti til þeirra sem leggja fé til rann­sókna.

Vís­inda- og tækni­ráð undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dóttur hefur aukið fjár­fest­ingar í vís­indum og nýsköp­un 

Í nýsköp­un­ar­stefnu stjórn­valda frá 2019 og stefnu rík­is­stjórn­ar­innar í Vís­indum og tækni 2020-2022 var boðuð aukn­ing á fjár­mögnun rann­sókna og þró­un­ar. Vís­inda- og tækni­ráð hefur aukið veru­lega fjár­magn til grunn­rann­sókna, tækni­þró­un­ar, upp­bygg­ingar rann­sókna­inn­viða og nýsköp­unar á kjör­tíma­bil­inu:

  • Fram­lög á fjár­lögum til nýsköp­unar og rann­sókna juk­ust um 130% á kjör­tíma­bil­inu, úr 12 millj­örðum króna 2017 í 28 millj­arða kr. 2021.
  • Með stefnu­mörkun og áherslum Vís­inda- og tækni­ráðs voru sam­keppn­is­sjóðir í rann­sókn­um, nýsköpun og þróun efldir; Rann­sókna­sjóð­ur, Inn­viða­sjóður og Tækni­þró­un­ar­sjóð­ur. 
  • Þrjár mark­á­ætl­anir rann­sókna á sviði sam­fé­lags­legra áskor­ana voru styrktar með a.m.k. 300 m.kr. á ári í þrjú ár; umhverfi, líf­ríki og lofts­lag, heilsa og vel­ferð, líf og störf í heimi breyt­inga.
  • Sér­stakur mat­væla­sjóður var stofn­aður til að styðja við nýsköpun og þróun í mat­væla­iðn­aði, með 637 m.kr. fram­lagi  2021.
  • End­ur­greiðslur á rann­sóknar og þró­un­ar­kostn­aði juk­ust um 3,7 millj­arða kr. milli áranna 2020 og 2021.
  • Hvata­sjóð­ur­inn Kría var stofn­aður til að tryggja sam­fellu í fjár­mögn­un­ar­um­hverfi frum­kvöðla og nýsköp­un­ar, með 1,35 millj­arða kr. fram­lagi 2021. 
  • Rann­sókn­ar­inn­viðir hafa verið efldir með veg­vísi að rann­sókna­innvið­um, inn­leið­ingu upp­lýs­inga­kerfa og opnum aðgangi að rann­sókn­ar­nið­ur­stöðum og rann­sókn­ar­gögn­um.

Fjár­mögnun háskóla

Háskóla­nám er grund­völlur vís­inda­mennt­unar og þjálf­un­ar. Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur aukið fjár­fram­lög til háskóla­stigs­ins veru­lega á kjör­tíma­bil­inu:

  • Fram­lög á fjár­lögum til háskóla­stigs­ins juk­ust úr 32,4 millj­örðum kr. 2017 í 42,5 millj­arða kr. 2021 (um 31%).
  • Fram­lag til háskóla og Nýsköp­un­ar­sjóðs náms­manna var aukið til að bregð­ast við áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, og gefa ungu fólki tæki­færi til að auka þekk­ingu og hæfni á vinnu­mark­aði.

Háskóla­ráð Háskóla Íslands lýsti því yfir í febr­úar 2020 að fjár­mögnun á hvern nem­anda skól­ans hefði náð með­al­tal OECD landa, og lagði áherslu á mik­il­vægi áfram­hald­andi auk­innar fjár­mögn­unar skól­ans til að ná sam­bæri­legri fjár­mögnun við aðra háskóla á Norð­ur­lönd­um.

Fjár­mögnun rann­sókna á Íslandi með styrkjum úr erlendum sam­keppn­is­sjóðum

Íslenskir vís­inda­menn hafa náð miklum árangri í sókn í erlenda sam­keppn­is­sjóði eins og sam­starfs­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins Horizon 2020. Fjár­fest­ing ESB í verk­efnum styrktum af Horizon 2020 sem íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nemur um 1,1 millj­arði evra, þar af námu beinir styrkir til íslenskra styrk­þega 130 millj­ónum evra. Um 20% umsókna (289 af 1397) með íslenskri þátt­töku voru styrktar af Horizon 2020, sem er 4-5% hærra árang­urs­hlut­fall en hjá öðrum Norð­ur­landa­þjóðum og með­al­ár­angri Evr­ópu­landa. Nokkrir íslenskir vís­inda­menn hafa fengið mjög stóra rann­sókna­styrki frá Heil­brigð­is­stofnun Banda­ríkj­anna (National Institute of Health, NIH), Vís­inda­stofnun Banda­ríkj­anna (National Sci­ence Founda­tion, NSF) og ýmsum erlendum styrkt­ar­sjóðum og stofn­un­um. Þá hafa hafa íslenskir vís­inda­menn verið virkir í nor­rænu rann­sókna­sam­starfi styrktu af Nor­d­For­sk.

Þessi sókn­ar­ár­angur hefur skilað mik­il­vægum tæki­færum fyrir vís­inda­menn og nem­end­ur, miklum fjár­hags­legum ávinn­ingi, þekk­ingu og nýsköp­un. 

Stefna Vinstri grænna í rann­sóknum og nýsköpun er metn­að­ar­full og raun­hæf:

  • Áfram verði aukin fram­lög til Rann­sókna-, Tækni­þró­un­ar- og Inn­viða­sjóðs og  Nýsköp­un­ar­sjóðs náms­manna. Fram­lög til nýsköp­unar nái a.m.k. 3% af vergri lands­fram­leiðslu árlega, sem er það mark­mið sem ESB löndin hafa sett sér.
  • Mark­á­ætlun á sviði vís­inda og tækni verði stór­efld með tvö­földun fram­laga á næsta kjör­tíma­bili. Mark­á­ætlun verði mark­visst beitt til að styðja við rann­sóknir á grænum lausnum og öðrum stórum sam­fé­lags­legum áskor­un­um. 
  • Nýsköp­un­ar­stefna og stuðn­ings­kerfi stjórn­valda taki mið af og styðji við lofts­lags­mark­mið Íslands.
  • Almanna­þjón­usta geti verið í sífelldri end­ur­nýjun og svig­rúm veitt til nýsköp­unar innan henn­ar. Sér­stök áhersla verði á að styðja við nýsköpun í heil­brigð­is­kerf­inu og vel­ferð­ar­þjón­ustu á næstu árum.
  • Hvötum verði beitt til nýsköp­unar og grænna umbreyt­inga þvert á atvinnu­grein­ar.
  • Mótuð verði gervi­greind­ar­stefna fyrir Ísland í sam­ráði við almenn­ing og lögð áhersla á að sam­fé­lagið stjórni tækn­inni en ekki öfugt.
  • Nýsköp­un­ar­hugsun verði ræktuð á öllum skóla­stig­um. Öfl­ugt mennta­kerfi er for­senda nýsköp­unar og fjár­mögnun þess þarf alltaf að tryggja. 

Mik­il­vægt er að næsta rík­is­stjórn haldi áfram að auka fjár­fest­ingar í vís­inda­rann­sóknum og nýsköp­un, til þekk­ingaröfl­unar og hag­nýt­ingar fyrir atvinnu­líf og getu til að leysa mik­il­vægar sam­fé­lags­legar áskor­an­ir.

Mynd 1.

Höf­undur er pró­fessor í ónæm­is­fræði við lækna­deild Háskóla Íslands og deild­ar­stjóri hjá Íslenskri erfða­grein­ingu. Hún er í 19. sæti á lista Vinstri grænna í Reykja­vík suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar