Shiffrin í skugga þeirra slóvakísku

Deja vu? Mikaela Shiffrin, Petra Vlhova og Lena Dürr röðuðu …
Deja vu? Mikaela Shiffrin, Petra Vlhova og Lena Dürr röðuðu sér í sömu sæti tvo daga í röð. AFP

Heimsbikarkeppnin í alpagreinum á skíðum var á ferðinni í Finnlandi um helgina en þá fóru fram tvö mót í Levi. 

í báðum tilfellum var keppt í svigi í kvennaflokki. Petra Vlhová frá Slóvakíu og Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum háðu harða baráttu í báðum mótunum og hafði Vilhová betur. 

Niðurstaðan varð reyndar sú að sömu konurnar höfnuðu í þremur efstu sætunum í báðum mótunum. 

Petra Vlhová sigrðai í báðum tilfellum, Shiffrin fór heim með tvö silfur og Lena Dürr frá Þýskalandi hafnaði í þriðja sæti í báðum mótunum. 

Petra Vlhova.
Petra Vlhova. AFP

Vlhová er 26 ára og hefur unnið tuttugu og tvö mót í heimsbikarnum á ferlinum en þar af eru fjórtán í svigi. Útlit er fyrir æsilega baráttu milli hennar og Shiffrin í svipkeppni Vetrarólympíuleikanna sem fram fara í febrúar en Shiffrin hefur unnið fjörtíu og fimm svigmót í heimsbikarnum á ferlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert