Fótbolti

Vonarstjarna Svía með kórónuveiruna og gæti hafa smitað fleiri í EM-hópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dejan Kulusevski fagnar marki með félögum sínum í Juventus.
Dejan Kulusevski fagnar marki með félögum sínum í Juventus. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO

Dejan Kulusevski, leikmaður sænska landsliðsins í fótbolta er með kórónuveiruna en læknir sænska landsliðsins vonast til að hann hafi ekki smitað aðra leikmenn í EM-hópi Svía.

Hin 21 árs gamli Kulusevski er vonarstjarna sænska landsliðsins en hann hefur verið að gera góða hluti á Ítalíu með liðum Parma og Juventus. Kulusevski skoraði fjögur mörk í Seríu A með Juventus á nýloknu tímabili.

Kulusevski smitaðist í fríinu sínu eftir að tímabilinu lauk og þar sem hann hafði ekki verið mikið í kringum hina leikmenn hópsins þá eru Svíar bjartsýnir á að þeir sleppi við hópsýkingu.

Sænska landsliðið færði fram blaðamannafund liðsins í Gautaborg í dag og þar kom fram að Kulusevski hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi.

Svíar hafa fundið út hverja Dejan hefur umgengst, þeir sem sátu hlið við hann í matnum og sátu við hlið hans í liðsrútunni. Viðkomandi hafa ekki sýnt nein einkenni og fara ekki í sóttkví. Það verður samt fylgst náið með þeim og þeir prófaðir aftur eftir þrjá daga.

Þeir fara líka í próf í dag en þar sem smituðust þá í gær þá er ekki víst að það komi fram fyrr en eftir nokkra daga.

Dejan Kulusevski verður því ekki með Svíum í fyrsta leik þeirra á Evrópumótinu á móti Spánverjum.

Sænski landsliðsþjálfarinn ætlar ekki að henda honum út úr hópnum og enginn nýr leikmaður verður kallaður inn. Samkvæmt sóttvarnarreglum í Svíþjóð þá verður Kulusevski í einangrun í sjö daga og áfram þar til að hann hafi að minnsta kosti klárað tvo daga án einkenna.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×