Bandarísk fyrirtæki hafa tilkynnt um meira en 870 milljarða dala endurkaup í ár, sem er um 50 milljörðum meira en á metárinu 2018, samkvæmt greiningu Goldman Sachs.

Kaup bandarískra fyrirtækja á eigin hlutabréfum á fyrstu níu mánuðum ársins er um þrefalt meira en á sama tímabili á síðasta ári. Breytingin gefur til kynna að stórfyrirtæki sitji á miklu fjármagni og leiti nú að leiðum til að skila því til hluthafa eftir að hafa dregið úr öllum arðgreiðslum á síðasta ári vegna óvissunnar í Covid-faraldrinum, að því er kemur fram í frétt Financial Times .

Almennt virðist vera kominn meiri trú á stöðu efnahagsmála sem má sjá á auknum arðgreiðslum. Hjá S&P 500 vísitölunni voru arðgreiðslur í methæðum á þriðja ársfjórðungi og útlit er fyrir að þær verði enn hærri á síðustu þremur mánuðum ársins.