Paris Hilton syrgir besta vin sinn til 23 ára

Hótelerfinginn Paris Hilton syrgir chihuahua-hundinn, Harajuku.
Hótelerfinginn Paris Hilton syrgir chihuahua-hundinn, Harajuku. Skjáskot/Instagram

Hótelerfinginn Paris Hilton er miður sín eftir að besti vinur hennar, tíkin Harajuku, féll frá. Hilton birti færslu á Instagram–síðu sinni, þar sem hún segist miður sín en þakklát fyrir þann tíma sem hún fékk með fallega chihuahua-hundinum sínum. 

„Í dag brestur hjarta mitt nú þegar ég kveð dýrmæta chihuahua-hundinn minn, Harajuku. Í ótrúleg 23 ár fyllti hún líf mitt af svo mikilli ást, tryggð og ógleymanlegum augnablikum,“ skrifaði Hilton á Instagram ásamt myndaseríu sem sýndi samband þeirra í gegnum árin. „Hún lifði löngu og fallegu lífi, umkringd ást fram til hinsta dags.“

Harajuku var vel þekkt enda fór hún með hlutverk í raunveruleikaþáttunum The Simple Life og fylgdi Hilton hvert sem hún fór.

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav