Mannskæður jarðskjálfti í Suður-Ameríku

Bíll í rúst eftir að steypu úr nálægri byggingu rigndi …
Bíll í rúst eftir að steypu úr nálægri byggingu rigndi yfir hann í Cuenca í Ekvador. AFP

Í það minnsta tólf eru látnir eftir að jarðskjálfti reið yfir í Suður-Ameríku í kvöld. 

Jarðskjálftans varð vel vart í Ekvador og Perú en samkvæmt tilkynningu frá forsetaembættinu í Ekvador eru minnst tólf látnir í landinu. 

Hér má sjá afleiðingar skjálftans í Machala í Ekvador.
Hér má sjá afleiðingar skjálftans í Machala í Ekvador. AFP

Ellefu létust í El Oro-hérðaði og einn í Azuay-héraði en tölur sem þessar gætu átt eftir að hækka þegar frá líður. 

Einnig urðu miklar skemmdir á eignum og byggingum í skjálftanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert