Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
banner
   þri 27. september 2022 19:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceske Budojevice
Orri Steinn: Set kröfu á mig að skora úr svona færum
Millimetraspursmál í lokin
Svekktur
Svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara ömurlegt, áttum miklu meira skilið í þessum leik fannst mér, vorum með þá allan tímann. Síðan fengum við færin, það er það sem er mest pirrandi - við vorum á þeim. Ef við hefðum bara legið til baka og verið að gera ekki neitt þá hefði þetta ekki verið svekkjandi. Við vorum betra liðið í dag og áttum skilið að vinna, ekki flóknara en það," sagði Orri Steinn Óskarsson, leikmaður U21 landsliðsins, eftir svekkjandi jafntefli gegn Tékkum í dag.

Jafnteflið þýðir að draumurinn um EM 2023 er úti þar sem fyrri umspilsleikur liðanna endaði með eins marks sigri Tékka.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Orri fékk gott færi eftir fasta fyrirgjöf frá Óla Val Ómarssyni í seinni hálfleik. Skalli Orra fór yfir mark Tékka.

„Já, að sjálfsögðu. Boltinn kom mjög fast á mig, hafði ekki mikinn tíma til að stjórna honum en ég set kröfu á mig að skora úr svona færum. Svekkjandi en samt erfitt, en ég set kröfur."

Orri kom inn í liðið frá síðasta leik. „Nei, kom mér svo sem ekki á óvart. Það voru tveir fjarverandi og ég veit að Davíð Snorri hefur fulla trú á mér. Ég hef sýnt með innkomu minni í leikjum og á æfingum hversu góður ég er."

Eini hálfleikurinn sem Ísland tapaði var seinni hálfleikurinn í fyrri leiknum. „Vorum ekki alveg nógu aggresívir þar og það verður okkur að bana í þessu einvigi. Það er mjög svekkjandi."

„Auðvitað verður þetta helvíti súrt þegar þeir byrja að tefja og byrja að vera óþolandi. En það er bara partur af þessu þegar þeir eru að verja forystu. Við héldum haus, fengum færin og síðan var þetta bara millimetraspursmál í lokin. Við vorum svo, svo nálægt þessu,"
sagði Orri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner