Ný upplýsingakerfi við landamæravörslu

Brussel-flugvöllurinn í Belgíu.
Brussel-flugvöllurinn í Belgíu. AFP/Kenzo Tribouillard

Nýju upplýsingakerfi um skráningu komu og brottfara á Schengen-svæðið, svonefndu EES-kerfi (Entry/Exit System), sem taka átti gildi á öllum landamærastöðvum svæðisins, þar á meðal hér á landi, í vor, hefur verið frestað til næstu áramóta.

Unnið hefur verið að innleiðingu kerfisins frá 2017 þegar efnislegt samkomulagt tókst um það með aðildarríkjunum.

Megintilgangur þess er að auka gæði landamæraeftirlits og reikna á sjálfvirkan hátt út tímalengd dvalar útlendinga (ríkisborgara þriðja ríkis) á Schengen-svæðinu. Nýja kerfið á einnig að styrkja löggæsluyfirvöld í baráttunni gegn hryðjuverkum og glæpum sem ná þvert á landamæri.

Ástæðan fyrir frestuninni mun einkum vera tafir á uppsetningu búnaðar sem kerfið kallar á.

Lesa má meira um málið í Morgnblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka