Þurfum að rífa okkur upp

Alexander Petersson skýtur að marki Portúgal í kvöld.
Alexander Petersson skýtur að marki Portúgal í kvöld. AFP

„Mér fannst við gera of mikið af tæknifeilum og það voru of mörg færi sem fóru í súginn. Þetta var hörkuleikur þótt við höfum verið að elta í langan tíma í leiknum,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta í samtali við RÚV eftir 23:25-tap fyrir Portúgal í fyrsta leik á HM í Egyptalandi í kvöld.

Leikurinn var sá þriðji á milli þjóðanna á átta dögum og vann Portúgal tvo þeirra með tveggja marka mun og Ísland einn með níu marka mun.

„Þetta er þriðji leikurinn sem liðin spila við hvort annað á nokkrum dögum og það var vitað að þetta yrði stál í stál. Við vorum skrefi á eftir í dag og það er svekkjandi en við skoðum þetta aftur. Þetta er hundleiðinleg og súr tilfinning akkúrat núna.“

Portúgal lagði grunninn að sigrinum með góðri byrjun í seinni hálfleik. „Þá vorum við of mikið á hælunum í maður á mann og það er erfitt í þessari vörn,“ sagði Bjarki sem er ekki af baki dottinn.

„Fyrsta markmiðið okkar var að komast áfram upp úr þessum riðli og við erum enn þá í séns á því. Við þurfum að rífa okkur upp. Það kemur dagur eftir þennan dag og við ætlum að vinna á móti Alsír, það er alveg klárt,“ sagði hann. 

Bjarki Már Elísson var markahæstur í íslenska liðinu með sex …
Bjarki Már Elísson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert