Galdurinn að taka réttu skrefin

Martin Hermannsson í úrslitaleik gegn Ludwigsburg um þýska meistaratitilinn í …
Martin Hermannsson í úrslitaleik gegn Ludwigsburg um þýska meistaratitilinn í München 28. júní 2020. AFP

Þeir sem leggja fyrir sig atvinnumannsferil í liðsíþróttum fara vandrataða leið. Að vera á réttum stað á réttum tíma og taka rétta ákvörðun um næsta skref á ferlinum er mikil kúnst.

Það hefur verið gaman að fylgjast með ferli körfuboltamannsins Martins Hermannssonar frá því hann hélt í atvinnumennsku til Frakklands árið 2016.

Hann hefur tekið réttu skrefin. Fór í frönsku B-deildina, þaðan í A-deildina, og frá Frakklandi til eins besta liðs Þýskalands, og um leið í Euroleague. Eftir að hafa unnið stóru titlana í Berlín og leikið til úrslita í Evrópukeppni liggur leiðin í bestu deild í Evrópu, með Valencia á Spáni.

Alls staðar hefur Martin fest sig í sessi sem lykilmaður og hefur vaxið og þroskast með hverju verkefni.

Sjá bakvörðinn í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert