Guðjohnsen lagði upp mark fyrir Guðjohnsen

Andri Lucas Guðjohnsen var á skotskónum í kvöld.
Andri Lucas Guðjohnsen var á skotskónum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bræðurnir Sveinn Aron og Andri Lucas Guðjohnsen komu báðir inn á sem varamenn í leik karlaliðs Íslands í knattspyrnu gegn Liechtenstein og unnu saman að einu marka Íslands.

Leiknum var að ljúka rétt í þessu og skoraði Andri Lucas fjórða markið á 89. mínútu í öruggum 4:0-sigri.

Enn annar varamaður, Andri Fannar Baldursson, átti þá frábæra sendingu inn á vítateiginn þar sem Sveinn Aron tók gott hlaup, skallaði boltann þvert fyrir markið þar sem yngri bróðir hans Andri Lucas kom á ferðinni og lagði boltann snyrtilega í markið, hans annað landsliðsmark í sínum fjórða landsleik.

Söguleg stund fyrir bræðurna en faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, er aðstoðarþjálfari landsliðsins sem kunnugt er.

Sveinn Aron hafði tíu mínútum fyrr fengið vítaspyrnu sem Albert Guðmundsson skoraði þriðja markið úr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert