„Við munum klára dvölina hér“

Jörundur Áki Sveinsson segir liðið munu klára dvölina á farsóttarhótelinu.
Jörundur Áki Sveinsson segir liðið munu klára dvölina á farsóttarhótelinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við munum klára dvölina hér,“ segir Jör­und­ur Áki Sveins­son, aðstoðarþjálfari U-21-landsliðsins í knattspyrnu, sem dvelur nú á farsóttarhóteli. Liðið heldur í seinni sýnatöku á morgun.

Liðinu var gert ljóst að það mætti yfirgefa húsið skömmu eftir að heilbrigðisráðuneytið gaf út tilkynningu um að öllum þeim sem hafa viðunandi aðstöðu til þess að ljúka sóttkví annars staðar væri frjálst að gera svo.

Jörundur segir að í kjölfarið hafi liðið óskað eftir leyfi til þess að fara út og fá sér ferskt loft, en ekki fékkst leyfi til þess. „Það var sagt að við yrðum látnir vita en við vitum ekkert enn,“ segir hann en bætir við að vel hafi farið um liðið á farsóttarhótelinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert