Alfons norskur meistari

Alfons Sampsted er norskur meistari í fótbolta.
Alfons Sampsted er norskur meistari í fótbolta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alfons Sampsted varð í kvöld norskur meistari í knattspyrnu með liði sínu Bodø/Glimt sem vann 2:1-sigur á Strømsgodset.

Bodø/Glimt dugði stig til að tryggja meistaratitilinn en liðið hefur verið óstöðvandi á tímabilinu, er með 68 stig eftir 25 umferðir, átján stigum meira en Molde í öðru sæti, þegar fimm umferðir eru eftir.

Íslenski U21-árs landsliðsmaðurinn var í byrjunarliði heimamanna og spilaði allan leikinn en hann lagði upp annað markið sem kom á 12. mínútu. Valdimar Þór Ingimundarson spilaði allan leikinn fyrir gestina og skoraði mark þeirra á 84. mínútu. Ari Leifsson var á bekknum hjá Strømsgodset en allir þrír eru þeir leikmenn U21-árs landsliðs Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert