Jafn stór og þvottahús ríkisspítalanna

Ari Guðmundsson er framkvæmdastjóri og eigandi Fannar - þvottaþjónustunnar.
Ari Guðmundsson er framkvæmdastjóri og eigandi Fannar - þvottaþjónustunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var gott að eiga þvotta­hús rík­is­spít­al­anna að þegar kom upp eld­ur árið 2014 í hús­næði okk­ar í Skeif­unni og allt brann til kaldra kola. Þá hlupu þau und­ir bagga og tóku við stóru verk­efn­un­um okk­ar tíma­bundið.“

Þetta segir Ari Guðmundsson en þvotta­hús rík­is­spít­al­anna annaðist stærstu viðskipta­vini Fann­ar í fimm mánuði, þar til fyr­ir­tækið náði vopn­um sín­um á nýj­an leik. Fönn er nú í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt lista Creditinfo.

Fönn – Þvottaþjónustan er stærsta einkarekna þvottahús landsins og er nú rekið í stóru og rúmgóðu húsnæði í Árbænum. Vöxtur starfseminnar hefur numið 4-5% á ári hin síðari ár.

Náðu að keyra starfsemina í gang að nýju

Ari seg­ir að allt hafi endað vel hjá Fönn eft­ir elds­voðann. „Við náðum að halda áfram að sinna okk­ar viðskipta­vin­um og byrjuðum að sækja þvott strax tveim­ur dög­um eft­ir brun­ann. Starfs­fólkið dreifði sér á sjö staði og við þvoðum hingað og þangað um bæ­inn. Þarna sýndi sig hvað við erum með fá­bært fólk í vinnu sem var til­búið að leggja allt á sig til að halda rekstr­in­um gang­andi.“

Framleiðandi þvottavélanna sem Fönn notast við getur tengst inn á …
Framleiðandi þvottavélanna sem Fönn notast við getur tengst inn á þær í gegnum netið. Sápuskömmtun inn á tækin er sjálfvirk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spurður út í framþróun á því sviði sem fyrirtækið starfar svarar Ari því til að breytingar séu almennt ekki miklar. Hins vegar hafi tölvutæknin opnað á nýja nálgun í þvotti.

Til dæm­is eru vél­arn­ar okk­ar tengd­ar beint til fram­leiðanda vél­anna, þannig að ef eitt­hvað er að geta þeir lesið af þeim og látið okk­ur vita hvað það er sem gera þarf við. Þá er öll sápu­skömmt­un inn á vél­arn­ar orðin sjálf­virk og hægt að aðlaga skömmt­un á sápu fyr­ir hvern viðskipta­vin ef svo ber und­ir. Með þess­ari tækni er hægt að draga úr of­notk­un á þvotta­efn­um sem oft á sér stað.“

Heildarlistann yfir fyrirtækin 842 sem eru á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK