Tíu nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í átta vikna viðskiptahraðalinum Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 3. október næstkomandi. Þetta verður er í annað sinn sem nýsköpunarhreyfiaflið Norðanátt heldur Vaxtarrými fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Norðurlandi.

,,Markmiðið er að hjálpa teymunum að vaxa hratt á þessum átta vikum og á þeirra forsendum, en dagskráin og fræðslan er sérhönnuð með þarfir þátttakenda í huga,” segir Sesselja Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, eins af aðstandendum Norðanáttar.

Þátttökuteymi Vaxtarrýmis 2022:

  • Pelliscol: Spa vörur með íslensku kollageni.
  • Hulduland: Burnirót - gæðavara ræktuð á sjálfbæran hátt.
  • Grænafl: Grænafl ehf. berst gegn loftslagsvánni með því að vinna að rafvæðingu strandveiðibáta og stuðla að orkuskiptum.
  • Logn: landhreinsun og nýting.Við störfum við landhreinsun sem felst í hreinsun i fjörum. Rusl, netatrossur og rekavið sem er endurnýttur og smíðað margt úr ásamt vinnslu eldivið og kurls úr íslenskum Birkiskógum.
  • Tólgarsmiðjan: Húðvörur frá náttúrunnar hendi.
  • Roðleður: Roðleður snýst um að þróa nýja sútunarlausn fyrir aðgangs roð svo úr verði stærri flötur í metravís.
  • Earth Tracker: Earth Tracker provides tools to companies, organizations, and NGOs for social, economic, and environmental climate risk analytics.
  • Landnámsegg: - Auka verðmætasköpun með því að koma úrgangi hænsna í umhverfisvænt vöruþróunarferli.
  • Snoðbreiða: Unnið með snoð sem er verðlítil ull, hún nýtt til ræktunar í heimagörðum og til uppgræðslu á erfiðari svæðum, sem stuðningur við fræ og ungar plöntur.
  • Scurvygrass Grímsey: "Gift from nature of the Arctic circle " Skarfakál er fyrsta flokks hráefni frá náttúrunnar hendi; bragðgott, C-vítamínríkt og græðandi, sem gerir það tilvalið í matargerð og matvælaframleiðslu - svo sem í krydd, pestó, te, snakk eða einfaldlega sem salat.

Vaxtarrými hefst 3. október og lýkur 24. nóvember með fjárfestakynningum þátttökuteymanna.

Vilja auka hlutfall veittra styrkja á Norðurlandi

Að sögn Sesselju verður lögð sérstök áhersla að hvetja og aðstoða þátttakendur að sækja fjármagn í verkefnin í formi styrkja.

,,Í ár verður lögð mikil áhersla á styrkjasókn verkefnanna. Við munum hafa sérstaka vinnustofu þar sem teymin byrja á umsókn og fá svo fagfólk til aðstoða sig að komast af stað og velja hvaða styrkir passa þeirra verkefni. Með þessu viljum við veita frumkvöðlunum aukna aðstoð, auka styrkjaumsóknir í nýsköpunarverkefnum og vonandi þá auka prósentuhlutfall veittra styrkja um leið.”