Innlent

Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð

Máni Snær Þorláksson og Helena Rós Sturludóttir skrifa
Það var þétt setið á fundinum í kvöld.
Það var þétt setið á fundinum í kvöld. Vísir

Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast.

Það er óhætt að segja að íbúar í hverfinu eru ekki allir sáttir með deiliskipulagið og þá helst samráðsleysi stjórnvalda í málinu. 

„Það er samskiptaleysi við okkur í hverfinu og það er alveg hunsað okkar rödd algjörlega,“ sagði Eggert Hjartarson, formaður Prýðifélagsins Skjaldar, í samtali við fréttastofu áður en fundurinn hófst í kvöld. 

Þá segir Eggert að byggðin hafi áhrif á öryggi flugvallarins og öryggi íbúa hverfisins. 

Íbúar hafa mótmælt framkvæmdunum harðlega en að sögn Eggerts hefur það ekki borið árangur. 

„Það hefur ekki borið neinn árangur að vera með mótmæli eða andmæla því sem hefur komið fram frá þeim. Það sem hefur gerst er að við höfum bara ekki fengið nægar upplýsingar um hvað er að fara að gerast.“

Þá sé heldur ekki á hreinu hvenær framkvæmdirnar eigi að hefjast.

„Við höfum ekki fengið neinar opinberar skýringar á því en við höfum heyrt, svona að óspurðu máli, að það eigi að fara byrja bara í þessari viku eða næstu.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×