Skjálfti af stærð 3 við Flatey

Upptök skjálftans eru merkt með grænni stjörnu á kortinu.
Upptök skjálftans eru merkt með grænni stjörnu á kortinu. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærð 3 varð 6,6 kílómetra suðaustur af Flatey klukkan 17:21 síðdegis í dag. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Í samtali við mbl.is segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, að skjálftinn sé hluti af jarðskjálftahrinu sem hefur verið á svæðinu frá því í sumar.

Skjálftinn fannst í Flatey og Húsavík og hugsanlega víðar. Enn hafa engir eftirskjálftar orðið, en aðspurð segist Sigríður allt eins eiga von á því. „Svona hrinur geta tekið sig upp og lognast út aftur.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka