Njarðvík mistókst að fara í toppsætið

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir er mikilvægur hlekkur hjá Keflavík.
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir er mikilvægur hlekkur hjá Keflavík. mbl.is/Árni Sæberg

Keflavík hafði betur gegn Njarðvík, 63:52 í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum fór Keflavík upp fyrir Hauka og upp í fjórða sætið en Njarðvík mistókst að fara í toppsætið.

Keflavík byrjaði betur og var með 15:9 forskot eftir fyrsta leikhluta en Njarðvík svaraði í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 29:28, Keflavík í vil.

Keflavík lagði svo grunninn að sterkum sigri með glæsilegum þriðja leikhluta, sem liðið vann 18:5. Njarðvík var svo ekki sérlega nálægt því að jafna í fjórða leikhlutanum.

Daniela Wallen var stigahæst hjá Keflavík með 20 stig og níu fráköst. Anna Ingunn Svansdóttir bætti við tíu stigum. Aliyah Collier skoraði 14 stig fyrir Njarðvík og Lára Ösp Ásgeirsdóttir gerði 12. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert