Tveir kennarar smitaðir í leikskólanum Laufásborg

Matthildur og Jensína Hermannsdætur stýra Hjallastefnunni í Laufásborg.
Matthildur og Jensína Hermannsdætur stýra Hjallastefnunni í Laufásborg. mbl.is/Styrmir Kári

Tveir kennarar í leikskólanum Laufásborg hafa greinst með kórónuveiruna. 24 nemendur eru komnir í sóttkví. 

Matthildur Laufey Hermannsdóttir, annar tveggja skólastjóra Laufásborgar, segir við mbl.is að börnin fari í skimun þegar sóttkví lýkur, en það veltur á því hvenær hvert barn fyrir sig var síðast í skólanum. 

Allir kennarar og starfsmenn við Laufásborg eru bólusettir. Fyrra smitið greindist á sunnudag og það seinna í gær. 

Matthildur segir að foreldrar barnanna hafi tekið sóttkvínni af miklu æðruleysi og að börnin séu í góðum málum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert