Sara í viðræðum við Juventus

Sara Björk Gunnarsdóttir gæti farið í Juventus.
Sara Björk Gunnarsdóttir gæti farið í Juventus. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta til margra ára, er í viðræðum við ítalska stórveldið Juventus. Sara hefur áður gefið út að hún sé að yfirgefa franska stórliðið Lyon og hún gæti gengið í raðir annars stórliðs í staðinn.

Giovanni Albanese, blaðamaður á Gazzetta dello Sport greinir frá. Juventus hefur orðið ítalskur meistari fimm síðustu ár og er besta liðið þar í landi.

Juventus er ekki eina félagið sem hefur áhuga á Söru því Arsenal og Real Madrid eru einnig áhugasöm um miðjukonuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert