Eyjamenn á toppinn með sigri á KA

ÍBV og KA eigast við í dag.
ÍBV og KA eigast við í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Eyjamenn unnu sterkan fjögurra marka sigur á KA-mönnum er liðin áttust við í 3. umferð Olísdeildar karla í dag. Leiknum lauk 35:31 en leikurinn var hraður og skemmtilegur.

Rúnar Kárason skoraði sjö mörk fyrir Eyjamenn áður en hann fékk rautt spjald fyrir brot á Patreki Stefánssyni, Dagur Arnarsson og Ásgeir Snær Vignisson skoruðu báðir sex mörk. Pætur Mikkjalsson var frábær í liði gestanna og skoraði níu mörk, Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex og voru þau flest í fyrri hálfleik.

Gestirnir hófu leikinn betur og leiddu í upphafi en góður kafli Eyjamanna um miðbik fyrri hálfleiks gerði það að verkum að liðið náði forystu sem það lét ekki af hendi og staðan í hálfleik 18:13.

Rúnar Kárason lék frábærlega í upphafi leiks en hann spilaði fyrstu tuttugu mínúturnar virkilega vel þar sem hann skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur þrjú. Hann fékk síðan hvíld út hálfleikinn á meðan Eyjamenn héldu áfram að auka forskotið.

Óðinn Þór Ríkharðsson lék virkilega vel í fyrri hálfleik og skoraði fimm mörk ásamt því að fiska víti.

Björn Viðar Björnsson lék í marki Eyjamanna og varði sjö skot í fyrri hálfleik, Nicholas Satchwell varði mark gestanna og klukkaði þrjá bolta í fyrri hálfleik.

Gestirnir hófu seinni hálfleikinn vel og voru búnir að koma sér vel inn í leikinn. Þeir minnkuðu muninn í tvígang í eitt mark en nær komust þeir ekki. Markverðir KA-manna áttu dapran dag sem gerði það að verkum að það var í raun ómögulegt fyrir þá að jafna eða komast yfir í leiknum.

Liðin hafa þó bæði farið vel af stað í deildinni og voru með tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir daginn í dag.

ÍBV 35:31 KA opna loka
60. mín. Dagur Arnarsson (ÍBV) fékk 2 mínútur Braut á Arnóri sem var í skoti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert