Pulisic verður líklega með gegn Hollandi

Christian Pulisic liggur óvígur eftir slæmt samstuð en boltinn lá …
Christian Pulisic liggur óvígur eftir slæmt samstuð en boltinn lá í netinu og Bandaríkjamenn með Pulisic í broddi fylkingar mæta Hollandi í 16-liða úrslitum í dag. AFP/Fabrice Coffrini

Það lítur út fyrir að Christian Pulisic verði klár í slaginn með Bandaríkjunum gegn Hollandi í fyrsta leik 16-liða úrslita heimsmeistaramóts karla í fótbolta í Katar í dag.

Gregg Berhalter þjálfari Bandaríkjanna sagði að það liti vel út með Pulisic og að hann vonaðist til að leikmaðurinn yrði með í leiknum í dag.

„Ég talaði við Christian áðan og hann virðist vera í fínu standi. Þú veist að þú ert með liðið á góðum stað þegar einn þinna hæfileikaríkustu leikmanna er einnig einn af þeim sem leggja harðast að sér. Það er það sem skilgreinir Christian Pulisic,“ sagði Berhalter í samtali við Eurosport.

Pulisic lenti í slæmu samstuði við að skora sigurmark Bandaríkjanna gegn Íran í lokaumferð B-riðils á þriðjudaginn var. Hann virðist þó hafa jafnað sig nokkuð fljótt og verður eflaust í byrjunarliðinu í dag.

Leikur Hollands og Bandaríkjanna í 16-liða úrslitum HM í Katar hefst klukkan 15. Mbl.is fylgist vel með og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu.

Gregg Berhalter fylgist með æfingu sinna manna í aðdraganda leik …
Gregg Berhalter fylgist með æfingu sinna manna í aðdraganda leik Bandaríkjanna og Hollands í 16-liða úrslitum HM í Katar. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert