Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 05. desember 2022 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson svaraði aðdáanda Bellingham: Ekki til Madríd
Jude Bellingham og Jordan Henderson.
Jude Bellingham og Jordan Henderson.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham, 19 ára gamall miðjumaður enska landsliðsins, er mikið í umræðunni þar sem hann átti stórleik gegn Senegal í 16-liða úrslitum HM í gær.

Bellingham átti mikinn þátt í fyrstu tveimur mörkum enska liðsins sem vann 3-0 sigur í leiknum.

Bellingham er líklega eftirsóttasti leikmaður í heimi um þessar mundir en líklegt verður að teljast að hann muni yfirgefa þýska félagið Borussia Dortmund næsta sumar.

Hann hefur hvað mest verið orðaður við Liverpool en það hefur heldur betur verið ýtt við þeim orðrómi á meðan heimsmeistaramótið hefur staðið yfir.

Miðjumaðurinn efnilegi hefur mikið verið að verja tíma sínum með Trent Alexander-Arnold og virðist hann einnig eiga mjög gott samband við Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool. Bellingham lagði upp fyrsta mark Englands fyrir Henderson í gær.

Núna er í dreifingu myndband sem var fyrst birt á samfélagsmiðlinum Tik Tok þar sem má sjá Bellingham með Alexander-Arnold og Henderson. Það er aðdáandi þeirra sem tekur upp myndbandið en hann fer upp að Bellingham og biður hann um að koma til Real Madrid.

Henderson svarar honum og segir einfaldlega: „Hann fer ekki til Madríd."

Bellingham var ekkert að gefa upp. Samkvæmt veðbönkum er Liverpool líklegasti áfangastaður hans.


Athugasemdir
banner
banner
banner