29 smit innanlands – meirihluti í sóttkví

Frá skimun vegna Covid-19 á Suðurlandsbraut.
Frá skimun vegna Covid-19 á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

29 greind­ust með kór­ónu­veiruna Covid-19 inn­an­lands í gær, af þeim voru 17 í sóttkví og 12 greindust utan sóttkvíar.

Um er að ræða fjölgun í smitum á milli sólarhringa en daginn áður greindust 26 smit innanlands. 

Alls voru 1858 sýni tekin og er hlutfall jákvæðra sýna því um 1,5 prósent. 

Sem stendur eru 839 í sóttkví, sem er fjölgun um 45 frá því í gær og 363 í einangrun, sem eru 24 færri en í gær.

Þetta kem­ur fram á Covid.is.

Áfram eru sex inniliggjandi með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu.

Þrjú smit greindust á landamærum Íslands. 

Fréttin verður uppfærð. 

 

 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert