Gert ráð fyrir 105 milljóna afgangi í Kópavogsbæ

Gert er ráð fyrir 105 milljóna rekstrarafgangi í Kópavogsbæ.
Gert er ráð fyrir 105 milljóna rekstrarafgangi í Kópavogsbæ. mbl.is/Hjörtur

Rekstrarafgangur samsteypu Kópavogsvæjar hækkar um 28,4 milljónir króna og verður 105 milljónir króna í stað 89 milljóna króna.

Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2022, sem var samþykkt einróma í bæjarstjórn Kópavogs við seinni umræðu í gær.

Helsta breyting á fjárhagsáætlun milli umræðna var að eftir að reiknuð var inn hlutdeild Kópavogsbæjar í byggðasamlögum og sameignarfélögum bæjarins. Felur það í sér hækkun á  heildartekjum og heildargjöldum samstæðu Kópavogs sem við það hækkar rekstrarafgangur um 28,4 milljónir króna. Þá hækkar þessi breyting efnahagsreikning bæjarins um 2,5 milljarða króna, skuldir um 1,2 milljarða og eigið fé um 1,3 milljarað, að því er fram kemur í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert