Leitað að breskri leikkonu í Los Angeles

Leitað er að Tönyu Fear í Los Angeles í Bandaríkjunum.
Leitað er að Tönyu Fear í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Twitter

Lögregla í Los Angeles í Bandaríkjunum leitar nú að bresku leikkonunni Tönyu Fear. Vinir hennar og fjölskylda hafið vakið athygli á brotthvarfi hennar undir myllumerkinu #FindTanyaFear á samfélagsmiðlum. 

Ekkert hefur spurst til Fear síðan á fimmtudag. Umboðsmaður hennar, ALex Cole, sagði í viðtali við ABC News í gær að það hefði verið í góðu lagi með hana þegar hann hitti hana fyrir viku.

Fear hefur farið með lítil hlutverk í fjölda þátta, til dæmis Doctor Who, Spotless, Endeavour, DCI Banks og Midsomer Murders. 

„Henni hefur liðð vel síðan hún kom hingað, gengið vel í bransanum og þetta er aðeins byrjunin á hennar ferli. Við höfum áhyggjur af henni og vonum að þetta séu bara mistök og hún finnist,“ sagði Cole við ABC. 

Fear er 31 árs gömul. Hún sást síðast í Trader Joe-verslun við Santa Moinca Boulevard.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir