Saka lögreglu um að hafa hindrað störf blaðamanna

Mótmælendur í Minneapolis.
Mótmælendur í Minneapolis. AFP

Nokkrir blaðamenn í Bandaríkjunum ásaka lögregluyfirvöld í Minnesotaríki í Bandaríkjunum um að hafa hindrað störf þeirra þegar þeir fluttu fréttir af nýuppsprottnum mótmælum í Minneapolis, höfuðborg Minnesota.

Mótmælin spruttu upp vegna dauða Dauntes Wrights, blökkumanns sem skotinn var af hvítri lögreglukonu, Kim Potter. Potter, sem nú hefur látið af störfum sem lögregluþjónn, hefur verið ákærð fyrir manndráp og á yfir höfði sér allt að 10 ára dóm verði hún fundin sek.

Mikil spenna í Minneapolis

Lögreglumenn umkringdu mótmælendur og beittu piparúða gegn þeim og urðu nokkrir blaðamenn fyrir úðanum þrátt fyrir að hafa áður auðkennt sig sem blaðamenn.

Lögregluyfirvöld höfðu búið um blaðamennina á sérstökum stað þar sem þeir gátu sagt fréttir af mótmælunum, en síðar var blaðamönnum bannað að vera þar með fyrrgreindum afleiðingum.

Alríkisdómari gaf í dag út nálgunarbann á hendur lögreglu gegn blaðamönnum og áréttaði frelsi þeirra til þess að iðka störf sín á vettvangi.

Mikil spenna ríkir enn í Minneapolis vegna réttarhaldanna yfir Derek Chauvin, hvítum lögregluþjóni, sem sakaður er um að hafa myrt hin svarta George Floyd á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert